Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 10:19 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira