Gunnar Nelson snýr aftur í UFC Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 23:00 Gunnar Nelson og Omari Akhmedov. Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars á næsta ári og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. „Mér líst bara vel á þennan bardaga. Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður. Örugglega nokkuð höggþungur, viltur standandi og teknískur í gólfinu enda Sambó-meistari. Hann er svolítill Rússi í sér," segir Gunnar Nelson um verðandi andstæðing. „Sambóstíllinn er svolítið sérstakur, hvernig þeir kýla og hvernig þeir haga sér í jörðinni. Ég hef æft með mörgum Sambómönnum og líka keppt við þá. Hann er annars örugglega mjög góður annars væri hann ekki þarna.“ Gunnar hefur unnið ellefu MMA bardaga og gert eitt jafntefli á ferli sínum en aldrei tapað.Gunnar Nelson.Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Akhmedov er 26 ára og fæddur í bænum Kizlyar í Dagestan. Hann reyndi fyrst fyrir sér sem atvinnumaður í blönduðum bardagalistum í júlí árið 2010. Hann gerði fjögurra bardaga samning við UFC í september síðastliðnum. Fyrsti bardagi hans í UFC var gegn Thiago Perpétuo í nóvember síðastliðnum. Kapparnir létu höggin dynja á hver öðrum en að lokum hafði Akhmedov betur með rothöggi. Hann var síðan verðlaunaður fyrir besta bardaga kvöldsins. Eftir bardagann óskaði Akhmedov eftir því að verða færður niður í veltivigt - sama þyngdarflokk og Gunnar er í. Hann hefur meðal annars tvisvar unnið rússnesku pankration-keppnina sem og Dagestan Sambo-keppnina. Gunnar þurfti ekki aðeins að fara í aðgerð á liðþófa heldur lenti hann líka í bílslysi í október. Litlu mátti muna að illa færi fyrir bardagakappanum. „Ég er stálsleginn eftir þetta allt saman. Ég fékk smá skurði á hendina en þeir eru löngu grónir,“ segir Gunnar.Í UFC. Gunnar hefur tvisvar sinnum barist í UFC.Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars er að vonum ánægður með að Gunnar sé kominn aftur af stað. „Þegar við vissum á hvaða tímapunkti hann myndi snúa aftur eftir meiðslin horfðum við til London. UFC er að byggja upp sportið í Evrópu og Gunnar vill taka þátt í því," segir Haraldur. „Við erum líka mjög ánægðir með að hann taki þátt í einum af aðalbardögum kvöldsins þar sem hann er að koma úr meiðslum. Þeir eru báðir ósigraðir og þetta verður örugglega hörkubardagi," segir Haraldur. „Þessi andstæðingur hefur barist alla sína bardaga í millivigt og er stór og sterkur. Hann sýndi það síðast að hann er ekki bara góður glímurmaður heldur líka góður standandi. Hann sýndi það með rothöggi gegn mun stærri andstæðingi í síðasta UFC-bardaga.“ Að sögn Haraldar mun Gunnar líklega undirbúa sig að mestu leyti hér heima. „Við erum stundum spurðir hvort við séum með einhverjar æfingabúðir en Gunnar hefur aldrei gert það þannig. Við höfum hins vegar fengið menn í heimsókn. Það voru til dæmis tveir Írar sem komu hingað til að æfa með Gunnari fyrir skömmu en þeir eru farnir af landi brott," segir Haraldur. „Ég geri ráð fyrir að Gunnar fari til Írlands í janúar og kannski til New York. En við reiknum með að seinni hlutinn af æfingaferlinu verði meira og minna hér heima. Við eigum jafnvel von á því að það komi einhverjir í heimsókn, jafnvel Cathal Pendrel og jafnvel einhverjir fleiri frábærir æfingafélagar," segir Haraldur. "Strákarnir hérna heima eru líka margir hverjir orðnir mjög góðir, eins og þeir sýndu þegar þeir börðust í Dublin fyrir ekki svo löngu. Gróskan í Mjölni er mikil. Nú þurfum við bara að fá amatör MMA-keppni hér heima. Það er það sem okkur vantar.“Hér að neðan má sjá myndband af bardögum Akhmedov. MMA Tengdar fréttir Gæti Mike Pyle verið ólíkari Gunnari Nelson? Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson. 25. mars 2013 10:30 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson byrjaður að æfa á ný "Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. 12. júní 2013 11:47 Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið "Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson. 6. nóvember 2013 12:45 Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann. 23. mars 2013 21:06 Mjölnismenn sluppu með skrekkinn eftir bílveltu "Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. 27. október 2013 21:42 Aðgerðin heppnaðist vel Bardagakappinn Gunnar Nelson gekkst undir aðgerð á hné vegna rifins liðþófa í morgun. 12. apríl 2013 12:52 Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. 18. mars 2013 13:57 Erlendir fjölmiðlar um bílveltu Gunnars Nelson Erlendar síður sýna umferðarslysi bardagakappanna mikinn áhuga. 30. október 2013 21:09 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars á næsta ári og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. „Mér líst bara vel á þennan bardaga. Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður. Örugglega nokkuð höggþungur, viltur standandi og teknískur í gólfinu enda Sambó-meistari. Hann er svolítill Rússi í sér," segir Gunnar Nelson um verðandi andstæðing. „Sambóstíllinn er svolítið sérstakur, hvernig þeir kýla og hvernig þeir haga sér í jörðinni. Ég hef æft með mörgum Sambómönnum og líka keppt við þá. Hann er annars örugglega mjög góður annars væri hann ekki þarna.“ Gunnar hefur unnið ellefu MMA bardaga og gert eitt jafntefli á ferli sínum en aldrei tapað.Gunnar Nelson.Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Akhmedov er 26 ára og fæddur í bænum Kizlyar í Dagestan. Hann reyndi fyrst fyrir sér sem atvinnumaður í blönduðum bardagalistum í júlí árið 2010. Hann gerði fjögurra bardaga samning við UFC í september síðastliðnum. Fyrsti bardagi hans í UFC var gegn Thiago Perpétuo í nóvember síðastliðnum. Kapparnir létu höggin dynja á hver öðrum en að lokum hafði Akhmedov betur með rothöggi. Hann var síðan verðlaunaður fyrir besta bardaga kvöldsins. Eftir bardagann óskaði Akhmedov eftir því að verða færður niður í veltivigt - sama þyngdarflokk og Gunnar er í. Hann hefur meðal annars tvisvar unnið rússnesku pankration-keppnina sem og Dagestan Sambo-keppnina. Gunnar þurfti ekki aðeins að fara í aðgerð á liðþófa heldur lenti hann líka í bílslysi í október. Litlu mátti muna að illa færi fyrir bardagakappanum. „Ég er stálsleginn eftir þetta allt saman. Ég fékk smá skurði á hendina en þeir eru löngu grónir,“ segir Gunnar.Í UFC. Gunnar hefur tvisvar sinnum barist í UFC.Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars er að vonum ánægður með að Gunnar sé kominn aftur af stað. „Þegar við vissum á hvaða tímapunkti hann myndi snúa aftur eftir meiðslin horfðum við til London. UFC er að byggja upp sportið í Evrópu og Gunnar vill taka þátt í því," segir Haraldur. „Við erum líka mjög ánægðir með að hann taki þátt í einum af aðalbardögum kvöldsins þar sem hann er að koma úr meiðslum. Þeir eru báðir ósigraðir og þetta verður örugglega hörkubardagi," segir Haraldur. „Þessi andstæðingur hefur barist alla sína bardaga í millivigt og er stór og sterkur. Hann sýndi það síðast að hann er ekki bara góður glímurmaður heldur líka góður standandi. Hann sýndi það með rothöggi gegn mun stærri andstæðingi í síðasta UFC-bardaga.“ Að sögn Haraldar mun Gunnar líklega undirbúa sig að mestu leyti hér heima. „Við erum stundum spurðir hvort við séum með einhverjar æfingabúðir en Gunnar hefur aldrei gert það þannig. Við höfum hins vegar fengið menn í heimsókn. Það voru til dæmis tveir Írar sem komu hingað til að æfa með Gunnari fyrir skömmu en þeir eru farnir af landi brott," segir Haraldur. „Ég geri ráð fyrir að Gunnar fari til Írlands í janúar og kannski til New York. En við reiknum með að seinni hlutinn af æfingaferlinu verði meira og minna hér heima. Við eigum jafnvel von á því að það komi einhverjir í heimsókn, jafnvel Cathal Pendrel og jafnvel einhverjir fleiri frábærir æfingafélagar," segir Haraldur. "Strákarnir hérna heima eru líka margir hverjir orðnir mjög góðir, eins og þeir sýndu þegar þeir börðust í Dublin fyrir ekki svo löngu. Gróskan í Mjölni er mikil. Nú þurfum við bara að fá amatör MMA-keppni hér heima. Það er það sem okkur vantar.“Hér að neðan má sjá myndband af bardögum Akhmedov.
MMA Tengdar fréttir Gæti Mike Pyle verið ólíkari Gunnari Nelson? Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson. 25. mars 2013 10:30 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson byrjaður að æfa á ný "Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. 12. júní 2013 11:47 Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið "Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson. 6. nóvember 2013 12:45 Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann. 23. mars 2013 21:06 Mjölnismenn sluppu með skrekkinn eftir bílveltu "Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. 27. október 2013 21:42 Aðgerðin heppnaðist vel Bardagakappinn Gunnar Nelson gekkst undir aðgerð á hné vegna rifins liðþófa í morgun. 12. apríl 2013 12:52 Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. 18. mars 2013 13:57 Erlendir fjölmiðlar um bílveltu Gunnars Nelson Erlendar síður sýna umferðarslysi bardagakappanna mikinn áhuga. 30. október 2013 21:09 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Gæti Mike Pyle verið ólíkari Gunnari Nelson? Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson. 25. mars 2013 10:30
Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00
Gunnar Nelson byrjaður að æfa á ný "Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. 12. júní 2013 11:47
Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið "Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson. 6. nóvember 2013 12:45
Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann. 23. mars 2013 21:06
Mjölnismenn sluppu með skrekkinn eftir bílveltu "Gunni fékk tvo skurði á hendina og ég fékk glerbrot í augað, smá rispu á hornhimnuna, en við sluppum alveg fáránlega vel,“ segir Þráinn Kolbeinsson, sem var í bílnum sem fór þrjár veltur af Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi í gær. 27. október 2013 21:42
Aðgerðin heppnaðist vel Bardagakappinn Gunnar Nelson gekkst undir aðgerð á hné vegna rifins liðþófa í morgun. 12. apríl 2013 12:52
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23
Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. 18. mars 2013 13:57
Erlendir fjölmiðlar um bílveltu Gunnars Nelson Erlendar síður sýna umferðarslysi bardagakappanna mikinn áhuga. 30. október 2013 21:09
"Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti