Fótbolti

Draumur fyrir Moyes og Drogba snýr heim | Þessi lið mætast í Meistaradeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Didier Drogba spilar með Galatasaray í Tyrklandi.
Didier Drogba spilar með Galatasaray í Tyrklandi. Nordicphotos/Getty
Didier Drogba snýr heim, David Moyes fékk draumadráttinn og Arsenal fær Evrópumeistarana í heimsókn. Ljóst er hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í febrúar.

Luis Figo, fyrrum leikmaður Barcelona og Real Madrid, sá um að draga í Nyon í dag. Fjölmargar athyglisverðar viðureignir eru framundan eins og sjá má hér að neðan.

Manchester United datt í lukkupottinn þegar liðið fékk Olympiacos sem að margra mati er slakasta liðið af þeim sextán sem eftir eru. Illa hefur gengið hjá United í ensku úrvalsdeildinni en David Moyes, stjóri liðsins, ætti að koma United í átta liða úrslitin.

Arsenal mætir Bayern München líkt og tilfellið var í útsláttarkeppninni í fyrra. Þá lögðu Bæjarar grunninn að sigrinum með sigri á Emirates í fyrri leiknum. Arsenal vann sigur í síðari leiknum í Þýskalandi en sigurinn var ekki nógu stór.

Risaslagur verður þegar Manuel Pellegrini og Manchester City mæta Barcelona. Alla leikina má sjá hér að neðan. Nákvæm tímasetning leikjanna verður gerð kunn síðar í dag.

Leikirnir í 16-liða úrslitum

Manchester City - Barcelona

Olympiacos - Manchester United

AC Milan - Atletico Madrid

Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain

Galatasaray - Chelsea

Schalke - Real Madrid

Zenit - Borussia Dortmund

Arsenal - Bayern München

Fyrri leikirnir 18/19 febrúar og 25/26 febrúar

Síðari leikirnir fara fram 11/12 mars og 18/19 mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×