Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnishorn úr Apaplánetunni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrsta sýnishorn úr myndinni Dawn of the Planet of the Apes var frumsýnt í gær.

Myndin er framhald Rise of the Planet of the Apes sem kom út árið 2011 með James Franco í aðalhlutverki, en sú mynd naut mikilla vinsælda.

Franco leikur ekki í framhaldsmyndinni en með helstu hlutverk fara Gary Oldman, Jason Clarke, Keri Russell og Andy Serkis.

Myndirnar tvær eru byggðar á gamla myndaflokknum um Apaplánetuna, en fyrsta myndin í þeim flokki kom út árið 1968 og voru það Charlton Heston og Roddy McDowall sem fóru með aðalhlutverk.

Dawn of the Planet of the Apes er frumsýnd 11. júlí á næsta ári og sjá má sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×