Innlent

Erlendir miðlar fjalla um skotárásina í Árbæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skjáskot af vefsíðu The Telegraph
Skjáskot af vefsíðu The Telegraph
Erlendir fréttamiðlar fjalla um skotbardagann sem átti sér stað í nótt í Árbænum og er talað um að mjög svo sjaldséð atvik hafi átt sér stað á Íslandi.

Breska miðillinn BBC greinir frá því að lögregluyfirvöld á Íslandi hafi orðið manni að bana í íbúð sinni í nótt eftir að hann hóf skothríð í áttina að lögreglumönnunum.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem maður fellur fyrir hönd lögreglunar á landinu.

The Telegraph greinir einnig frá þessu skelfilega máli á vefsíðu sinni í kvöld en þar er talað um að rúmlega 300.000 manns séu búsettir á Íslandi og hér sé glæpatíðni með því lægsta í heiminum og í raun beri aldrei neinn vopn á sér hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×