Körfubolti

Axel hitnaði ekki fyrr en alltof seint

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason með ungum stuðningsmönnum Værlöse.
Axel Kárason með ungum stuðningsmönnum Værlöse. Mynd/Fésbókin
Værlöse tapaði sínum fimmta leik í röð í dag þegar varð að sætta sig við 29 stiga tap á útivelli á móti Randers Cimbria, 93-122.

Axel Kárason var ískaldur í leiknum og klikkaði á fimm fyrstu þriggja stiga skotum sínum. Hann hitnaði ekki fyrr en alltof seint en setti tvö síðustu þriggja stiga skotin sín niður á lokamínútunum.

Axel endaði með átta stig og sex fráköst (3 í sókn) á 29 mínútum en 3 af 9 skotum hans rötuðu rétta leið.

Værlöse situr eitt í neðsta sæti deildarinnar en Axel og félagar hafa aðeins náð að vinna 2 af 12 leikjum sínum á leiktíðinni. Randers Cimbria er úi 3. sæti og vann þarna sinn fjórða leik í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×