Viðskipti innlent

Vantar skilgreiningar á útfærslu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist þurfa að skoða skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar betur, en þó hefur hún ábyrgð af ríkisábyrgð og framkvæmd aðgerðanna.

„Þetta er svolítið langt frá því sem talað var um fyrir kosningar og við erum að tala um að það sé ríkisábyrgð á þessum aðgerðum. Einnig var ekki nógu skýrt hvernig framkvæmdin fer fram. Hugmyndin er lögð þarna á borð en framkvæmdin veltur á ansi mörgum. Ég vil þó gefa þeim séns til að útskýra þetta betur á þinginu,“ segir Birgitta.

„Hugmyndin er alveg jafn fín og aðrar hugmyndir sem hafa komið upp um að tryggja að þessir hrægammasjóðir tækju þátt í almennum leiðréttingum.

„Það sem sló mig mest er þessi ríkisábyrgð, ég vil fá frekari útskýringar á því. Það sem sló mig líka er þetta með séreignarsparnaðinn. Það eru ótrúlega margir komnir á ystu nöf og eru búnir að nota séreignarsparnaðinn sinn.“

„Þetta eru fínar hugmyndir en útfærslan er ekki nógu vel skilgreind og ég get ekki stutt það að setja svona mikla ríkisábyrgð sem er ekki algerlega klárt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×