Körfubolti

Helena stigahæst í Evrópusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Daníel
Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í ungverska liðinu DVTK Miskolc fögnuðu í kvöld sínum öðrum sigri í röð í Evrópukeppninni þegar liðið vann sextán stiga heimasigur á þýska liðinu TSV Wasserburg, 69-53.

Helena átti fínan leik en hún var stigahæst í liði Miskolc þrátt fyrir að spila "bara" í 23 mínútur. Helena var með 14 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar en átta stiga hennar komu af vítalínunni.

Lettneski framherjinn Liene Jansone var með 14 stig eins og Helena og bandaríski bakvörðurinn Brittainey Raven skoraði 13 stig. Bandaríski miðherjinn Rebecca Tobin var síðan með 16 fráköst og 11 stig.

Miskolc tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum á móti franska liðinu Basket Landes en hefur nú unnið síðustu tvo leiki sína á móti Lotto Young Cats frá Belgíu og svo leikinn á móti Wasserburg í kvöld.

Helena missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla en er nú aftur kominn á fullt. Hún er í leiðtogahlutverki hjá hinu unga liði DVTK Miskolc.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×