Bíó og sjónvarp

Íslensk stuttmyndahátíð sú 5. svalasta í heimi

Boði Logason skrifar
Frá opnunarhátíð Reykjavík Shorts & Docs fyrr á þessu ári.
Frá opnunarhátíð Reykjavík Shorts & Docs fyrr á þessu ári.
Íslenska stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival er fimmta „svalasta“ stuttmyndahátíð í heimi, samkvæmt kvikmyndavefsíðunni Moviemaker.com.

Síðan stóð fyrir kosningu í sumar, og eru úrslitin nú ljós. Reykjavík Shorts & Docs Festival endaði í 5. sæti og segir í umsögn um íslensku hátíðina að hún hafi byrjað sem stökkpallur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. 

Brynja Dögg Friðriksdóttir, sem er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, er ánægð með viðurkenninguna.

„Við höfum lagt áherslu að fá myndir alls staðar að úr heiminum, og hefur vakið mikla ánægju hjá gestum hátíðarinnar,“ segir hún.

Hún segist vera spennt fyrir hátíðinni á næsta ári en þá fer hún fram í 12. skiptið.

„Við erum núna að leita eftir stuttmyndum og heimildamyndum hjá kvikmyndagerðarfólki og vil ég hvetja fólk með nýjar myndir að senda þær inn fyrir 15. desember, en hátíðin verður haldin 3.-9. apríl.“ segir hún að lokum.

Hægt er að senda inn stutt- og heimildamyndir á vefsíðu hátíðarinnar.

We need your films! from scratch/post on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×