Bíó og sjónvarp

Walter White reyndist vera taugaveiklaði pabbinn í Malcolm in the Middle

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hlutverk Bryans Cranston í Malcolm in the Middle var það sem hann var þekktastur fyrir áður en Breaking Bad sló í gegn.
Hlutverk Bryans Cranston í Malcolm in the Middle var það sem hann var þekktastur fyrir áður en Breaking Bad sló í gegn.
Lokaþáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Breaking Bad var sýndur á dögunum og lauk þar með hinni magnþrungnu sögu um glæpamanninn Walter White. Ekki verður gefið upp hér hvernig sagan endar, en aðdáendur þáttanna fá óvæntan glaðning með aukaefni DVD-kassa sem inniheldur allar seríurnar og verður gefinn út á næstunni.

Þar endar þessi æsispennandi sería á því að aðalleikarinn Bryan Cranston vaknar í hlutverki Hals úr gamanþáttunum Malcolm in the Middle, og í ljós kemur að atburðarás Breaking Bad var martröð. Hlutverk Cranston í Malcolm in the Middle var einmitt það sem hann var þekktastur fyrir áður en Breaking Bad sló í gegn.

Sjá má þennan stórfurðulega endi í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×