Fótbolti

Cristiano Ronaldo finnur til með Bale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki með Gareth Bale.
Cristiano Ronaldo fagnar marki með Gareth Bale. Mynd/NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo missti á dögunum titilinn dýrasti knattspyrnumaður heims þegar lið hans Real Madrid keypti Gareth Bale fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham. Portúgalinn þekkir það vel að spila undir svona svakalegri peningapressu.

Síðan kaupin fóru fram hefur Gareth Bale aðeins byrjað einn leik fyrir Real Madrid og verið mikið frá vegna meiðsla. Á sjö vikum hefur velski landsliðsmaðurinn aðeins náð að spila 147 mínútur.

„Við megum ekki setja svona mikla pressu á hann. Það er ekki gott fyrir hann," sagði Cristiano Ronaldo við BBC.

„Hann vill ólmur læra og við verðum að reyna að hjálpa honum. Við verðum að taka pressuna af honum og leyfa honum að aðlagast í friði. Takist okkur það þá mun hann reynast liðinu vel," sagði Cristiano Ronaldo.

Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta leik með Real Madrid í september en hefur síðan verið að glíma við meiðsli í mjöðm. Bale kom inná sem varamaður um síðustu helgi og fiskaði víti sem Ronaldo skoraði úr.

„Hann er að standa sig vel. Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann því hann fékk ekkert undirbúningstímabil og er búinn að vera meiddur. Það er samt öllum ljóst hversu spenntur hann er fyrir að spila fyrir Real Madrid," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×