Körfubolti

Vítin hans Axels dugðu næstum því til sigurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason, í  miðju, með félögum sínum í landsliðinu.
Axel Kárason, í miðju, með félögum sínum í landsliðinu. Mynd/Anton
Axel Kárason og félagar í Værlöse BBK þurftu að sætta sig við eins stigs tap, 66-67, á móti Aalborg Vikings í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var þriðja tap Værlöse í röð í deildinni og fyrsti sigur Aalborg Vikings á leiktíðinni.

Axel var frákastahæstur í sínu liði með 10 fráköst á 32 mínútum og skoraði einnig fimm stig.

Axel setti niður tvö víti þegar 50 sekúndur voru eftir af leiknum og kom Værlöse þá yfir í 66-65. Aalborg Vikings liðið komst á vítalínunni á lokamínútunni og tryggði sér sigurinn með því að nýta þau bæði.

Værlöse-liðið fékk tvö skot í síðustu sókninni sinni en tókst ekki að skora sigurkörfuna.

Tapið þýðir að Værlöse og Aalborg Vikings höfðu sætaskipti á botni deildarinnar og Axel og félagar þurfa að sitja í botnsætinu næstu daga að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×