Stefnir í vínþurrð í heiminum Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. október 2013 23:59 Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira