Fótbolti

Norðmenn hafa lent 1-0 undir í átta af síðustu níu leikjum

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Kári Árnason kom Íslandi í 1-0 í fyrri leiknum á móti Noregi.
Kári Árnason kom Íslandi í 1-0 í fyrri leiknum á móti Noregi. Mynd/Vilhelm
Blaðamenn norska dagblaðsins Verdens Gang segja nýjan landsliðsþjálfara, Per-Mathias Högmo, eiga erfitt verkefni fyrir höndum.

Á síðum blaðsins er birt nokkuð einföld tölfræði liðsins í undankeppninni sem lýkur á morgun. Frá því Kári Árnason kom Íslendingu yfir í viðureign liðanna í 1. umferð riðlakeppinnar hafa þeir norsku lent 1-0 undir í öllum leikjum sínum nema einum.

Eina undantekningin var í 2-0 heimasigrinum á Kýpur í september. Norska liðið hefur þó náð að snúa við blaðinu í tvígang eftir að hafa lent undir. Það gerðu þeir bæði í 2-1 heimasigri á Slóvenum og í 3-1 útisigri á Kýpur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×