Körfubolti

Jakob og Hlynur áfram í hópi þeirra bestu í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson.
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, leikmenn Sundsvall Dragons, eru áfram í hópi bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en topp hundrað listinn var gefin út á heimasíðu sænska sambandsins, basketsverige.se. Sænska deildin hefst í kvöld en fyrsti leikur Drekanna er á föstudagskvöldið.

Jakob Örn Sigurðarson er talinn vera þriðji besti leikmaðurinn á eftir þeim James JJ Miller hjá Boras og Liam Rush hhá Uppsala. Jakob var efstur á listanum í fyrra en lækkar um tvö sæti núna.

Í umfjölluninni er talað um Jakob sem hreinræktaðan sigurvegara og að hann sé Mr Clutch, það er leikmaður sem er alltaf bestur á lokamínútunum í jöfnum leikjum. Það er líka talað um að Jakob sé sjaldan meiddur og að hann komi alltaf til greina sem besti leikmaður deildarinnar.

Hlynur Bæringsson er í 9. sætinu á listanum en hann lækkar sig líka um tvö sæti eins og Jako. Hlynur er sagður vera einn af allra bestu frákastamönnum deildarinnar og þá er talað um að hann sé gríðarlega mikilvægur fyrir Peter Öqvist, þjálfara Sundsvall.

Í umfjölluninni um Hlyn er honum einnig hrósað fyrir baráttu og það nefnt því til rökstuðnings að það spili fáir af meiri krafti en hann. Hlynur er kallaður íslenska stálið og að hann sé leikmaður sé erfitt og oft ekki skemmtilegt að glíma við undir körfunni.

Ægir Þór Steinarsson, nýjasti leikmaður Sundsvall Dragons, er í 44. sæti á listanum en Ægir Þór missti af leikjum landsliðsins í haust vegna meiðsla. Hann lék áður með Fjölni og var í bandarískum háskóla síðasta vetur.

Sundsvall varð deildarmeistari síðasta vor en náði ekki að tryggja sér sænska meistaratitilinn í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×