Tíska og hönnun

Geitaostfylltur kjúklingur

Pattra Sriyanonge skrifar
Kjúklingabringur vafðar beikoni og fylltar með geitaost og sólþurrkuðum tómötum er tilvalinn helgarmatur.
Kjúklingabringur vafðar beikoni og fylltar með geitaost og sólþurrkuðum tómötum er tilvalinn helgarmatur.
„Ég geri þennan rétt í ýmsum útfærslum en að þessu sinni notaði ég geitarost í fyrsta sinn og úrkoman var ljómandi góð,“ skrifað bloggarinn Pattra Sriyanonge á bloggi sínu á Trendnet.is er hún deilir girnilegri uppskrift að kjúlingabringum fylltum með geitaost og sólþurrkuðum tómötum.

„Það er afar sterkt bragð af ostinum en maður þarf ekki að vera aðdáandi hans til þess að kunna að meta þennan rétt, nú tala ég af reynslu.“

Innihald:

Kjúklingabringur

Sólþurrkaðar tómatar

Rautt pestó

Geitarostur

Kalkúnabeikon

Krydd eftir smekk. Ég notaði timían, salt, pipar, paprikuduft, hvítlauksduft og cayenne pipar.

Aðferð:

Byrjið á því að skera bringuna þannig að hún opnist eins og bók. Fyllið hana með sólþurrkuðum tómötum, pestó, geitaosti og kryddið eftir smekk.



Næsta skrefið er að vefja kalkúnabeikoni utan um bringurnar og brúna þær aðeins á pönnu.

Að lokum er þeim skellt inn í ofn í ca. 40-45 mínútur á 190 gráður.



Borið fram með hrísgrjónum, salati, sætum kartöflum, cous cous eða hvað sem hugurinn girnist.

Hverdagslúxusmatur - sjá meira hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×