Körfubolti

Frakkar enduðu sigurgöngu Spánverja og fóru í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á Evrópumóti karla í körfubolta í Slóveníu með því að vinna endurkomusigur á Spánverjum í kvöld, 75-72, eftir framlengdan leik. Staðan var 65-65 eftir venjulegan leiktíma.

Spánverjar voru fjórtán stigum yfir í hálfleik, 34-20, en Frakkar gáfust ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn.

Frakkar hefndu fyrir tapið á móti Spánverjum í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en Spánverjar voru búnir að vinna tvo Evrópumeistaraitla í röð fyrir þetta mót.

Tony Parker var frábær í liði Frakka í kvöld og endaði leikinn með 32 stig. Hann kom liðinu margoft aftur inn í leikinn þegar Spánverjar virtust vera að stinga af.

Frakkar mæta Litháen í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Litháen vann öruggan sigur á Króatíu fyrr í kvöld.

Marc Gasol skoraði 19 stig fyrir Spánverja og Rudy Fernandez var með 17 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×