Fótbolti

Ronaldo með sigurmark Real úr víti á 96. mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo bjargaði andlitinu fyrir Real Madrid í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti botnliði Elche í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Cristiano Ronaldo kom Real Madrid í 1-0 á 51. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og það stefndi allt í nauman sigur en hlutirnir fóru hinsvegar að gerast í uppbótartímanum.

Ganamaðurinn Richmond Boakye jafnaði leikinn á 91. mínútu en þessi lánsmaður frá Juventus hafði komið inn á sem varamaður.

Það stefndi því allt í jafntefli þegar Pepe fékk vítaspyrnu á 96. mínútu og Ronaldo steig fram og skoraði af öryggi.

Real Madrid er með sextán stig eða tveimur stigum á eftir Barcelona og Atlético Madrid sem hafa bæði fullt hús eftir sex umferðir.

Elche er áfram á botni deildarinnar en leikmenn og þjálfarar liðsins voru mjög ósáttir með dómarinn í lokin. Kólumbíumaðurinn Carlos Alberto Sánchez var meðal annars algjörlega snælduvitlaus og var í framhaldinu rekinn í sturtu.

Cristiano Ronaldo er komin með sex mörk og er marki á eftir þeim Lionel Messi og Diego Costa sem eru markahæstir með sjö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×