Margrét Lára: Alltaf aukaspenningur fyrir fyrsta leik í nýrri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 12:45 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Valli Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu verða í sviðljósinu í Laugardalnum í kvöld þegar liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Margrét Lára Viðarsdóttir er ánægð með framgöngu Freys Alexanderssonar á fyrstu æfingunum en hann mun stýra liðinu í fyrsta sinn í kvöld. „Þetta lítur mjög vel út og ég held að hann sé bara að standa sig nokkuð vel. Með nýju fólki koma alltaf nýjar áherslur en það er samt ekki verið að hrófla neitt rosalega mikið við hlutunum," segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) gerði frábæra hluti með þetta lið og ég held að aðalmarkmiðið okkar sé að halda áfram að bæta okkur sem lið og sem einstaklingar í liðinu. Ég held að Freyr sé kominn til að aðstoða okkur með það," segir Margrét Lára. „Það er alltaf aukaspenningur fyrir fyrsta leik í nýrri keppni. Við höfum ekki náð því áður að komast á HM og það er verðugt verkefni framundan," segir Margrét Lára. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og sóknarmenn liðsins eru skeinuhættir. „Þetta eru stórar tölur. Við vitum það alveg að Sviss sé með frábært lið þótt að þær hafi ekki verið á EM í sumar. Þær eru lið sem eru á mikilli uppleið. Þær eru með þýskan þjálfara sem er þekkt í þessum bransa og veit sínu viti. Þær eru rosalega flottar og þá sérstaklega framlínan hjá þeim. Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum þessum stöðum framarlega á vellinum," segir Margrét Lára. Margrét Lára vill sjá marga áhorfendur á leiknum í kvöld sem hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. „Ég vona að sem flestir komi á leikinn og að allir sem ætla að mæta á karlaleikinn komi á okkar leik því þá verður fullur völlur og voðalega gaman," segir Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu verða í sviðljósinu í Laugardalnum í kvöld þegar liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Margrét Lára Viðarsdóttir er ánægð með framgöngu Freys Alexanderssonar á fyrstu æfingunum en hann mun stýra liðinu í fyrsta sinn í kvöld. „Þetta lítur mjög vel út og ég held að hann sé bara að standa sig nokkuð vel. Með nýju fólki koma alltaf nýjar áherslur en það er samt ekki verið að hrófla neitt rosalega mikið við hlutunum," segir Margrét Lára Viðarsdóttir. „Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) gerði frábæra hluti með þetta lið og ég held að aðalmarkmiðið okkar sé að halda áfram að bæta okkur sem lið og sem einstaklingar í liðinu. Ég held að Freyr sé kominn til að aðstoða okkur með það," segir Margrét Lára. „Það er alltaf aukaspenningur fyrir fyrsta leik í nýrri keppni. Við höfum ekki náð því áður að komast á HM og það er verðugt verkefni framundan," segir Margrét Lára. Svissneska liðið vann 9-0 sigur á Serbíu um síðustu helgi og sóknarmenn liðsins eru skeinuhættir. „Þetta eru stórar tölur. Við vitum það alveg að Sviss sé með frábært lið þótt að þær hafi ekki verið á EM í sumar. Þær eru lið sem eru á mikilli uppleið. Þær eru með þýskan þjálfara sem er þekkt í þessum bransa og veit sínu viti. Þær eru rosalega flottar og þá sérstaklega framlínan hjá þeim. Þær eru með heimsklassa leikmenn í öllum þessum stöðum framarlega á vellinum," segir Margrét Lára. Margrét Lára vill sjá marga áhorfendur á leiknum í kvöld sem hefst klukkan 18.30 á Laugardalsvellinum. „Ég vona að sem flestir komi á leikinn og að allir sem ætla að mæta á karlaleikinn komi á okkar leik því þá verður fullur völlur og voðalega gaman," segir Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira