Körfubolti

Ekkert að Helenu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helena hefur æft með Valskonum í sumar. Þá var hún í eldlínunni með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.
Helena hefur æft með Valskonum í sumar. Þá var hún í eldlínunni með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum. Mynd/Daníel
Helena Sverrisdóttir er mætt til æfinga með nýja liði sínu Miskolc í Ungverjalandi.

Landsliðskonan hélt utan um helgina og gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag. Skoðunin tók fjórar klukkustundir að því er Helena segir í viðtali við Karfan.is.

„Við vorum þarna þrjár í heilar fjórar klukkustundir. Við þurftum einnig að keyra í tvo og hálfan tíma til að koamst í læknisskoðun enda voru þessi tæki sem við fórum í alveg svakaleg,“ segir Helena sem hrósaði lækninum sem tókst leikmennina þrjá til skoðunar.

Fyrsti leikur Helenu og félaga í MEL-deildinni (Middle European League) fer fram þann 27. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×