Man eftir sigrinum á Nadal þegar hann var þrettán ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 17:00 Mynd/Samsett Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki. Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira
Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki.
Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Sjá meira
Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45
Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30
Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00
Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45