Minna blóð á tönnunum eftir Wimbledon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 13:45 Illa gekk hjá Murray í New York í gær. Nordicphotos/Getty Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“ Tennis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“
Tennis Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira