Körfubolti

Haukur Helgi lánaður í B-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Anton
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson spilar væntanlega ekki með La Bruixa d Or í spænsku ACB-deildinni í vetur því karfan.is segir frá því að Haukur Helgi verði lánaður til liðs í B-deildinni.

Haukur Helgi Pálsson, sem er 21 árs gamall, fer samkvæmt frétt karfan.is til CB Breogán sem spilar í LEB Gold deildinni sem er deild fyrir neðan ACB deildina.

„Þetta er nú ekki alveg komið en svo til búið að ganga frá þessu 90%. Liðið er í borginni Lugo sem er á norð-vestur tanga Spánar eða í raun fyrir ofan Portúgal. Mér lýst ágætlega á þetta og þarna fæ ég vonandi fleiri tækifæri og þroskast sem leikmaður." sagði Haukur í samtali við Karfan.is.

Haukur Helgi Pálsson fékk ekki mörg tækifæri með La Bruixa d Or á síðasta tímabili en stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu i sumar. Hann var með 11,8 stig að meðaltali í fjórum leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM þar sem hann skoraði meðal annars 24 stig í útisigri í Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×