Körfubolti

Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeffery Taylor.
Jeffery Taylor. Mynd/AFP
Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn.

Svíar voru skrefinu á undan allan tímann í 81-62 sigri á Rússum en gerðu endanlega út um leikinn í lokaleikhlutanum sem liðið vann 29-17. Svíar unnu annars alla leikhlutana fjóra.

Charlotte Bobcats leikmaðurinn Jeffery Taylor fór á kostum í sænska liðinu og var með 25 stig en það munaði líka um 22 stig og 13 fráköst frá Jonas Jerebko sem spilar með Detroit Pistons. Aleksey Shved skoraði mest fyrir Rússa eð 15 stig.

Spánn vann sannfærandi 21 stigs sigur á Tékklandi, 60-39, þar sem Tékkar skoruðu aðeins tvö stig í lokaleikhlutanum en staðan var 33-25 fyrir Spánverja í hálfleik. Rudy Fernandez skoraði 14 stig fyrir Spán og Ricky Rubio var með 10 stig. Marc Gasol skoraði 2 stig en var með 10 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×