Sport

Metþátttaka í 30. Reykjavíkurmaraþoninu

Arnar Björnsson skrifar
Mynd / Daníel Rúnarsson
Metþátttaka er í 30. Reykjavíkurmaraþoninu en þegar skráningu lauk seint í gærkvöldi höfðu 14,139 skráð sig til keppni, 729 fleiri en í fyrra.  Keppt er í 4 vegalengdum og er mettþáttaka í öllum flokkum.

984 skráðu sig í keppni í heilu maraþonhlaupi en voru 806 í fyrra.  Reykjavíkurmaraþonið nýtur æ meiri vinsælda erlendra keppenda en þeir eru um 2100 í ár. 

Kári Steinn Karlsson sigraði í hálfu maraþonhlaupi og var eina klukkustund, 7 mínútur og 40 sekúndur að hlaupa kílómetrana 21.  Kári Steinn hafði mikla yfirburði og varð rúmum 5 mínútur á undan Rússanum Denis Korablev sem varð annar. 

Helen Ólafsdóttir sigraði í hálfu maraþoni kvenna á tímanum einni klukkustund, 22,57 mínútum.  Martha Ernstdóttir varð önnur og Íris Anna Skúladóttir, þriðja. 

Bretinn Kevin Rojas Andersson og Arndís Ýs Hafþórsdóttir sigruðu í 10 kílómetra hlaupi

Hægt er að heita á hlauparana til styrktar ýmsum góðgerðarmálum og í gærkvöldi höfðu 63 milljónir safnast en voru 46 milljónir í fyrra. Auk keppni í vegalengdunum fjórum verður Latabæjarhlaup sem hefst í Hljómskálagarðinum klukkan 13,15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×