NBA ekki skemmtileg fyrr en í úrslitakeppninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 10:30 Jón Arnór í leik með CAI Zaragoza. MYND/RAMÓN CORTÉSWWWCAISTAS.NET Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson segist ánægður hvernig Íslendingar brugðust við hruni bankanna. Hann saknar ekki kuldans í Rússlandi og segist hafa orðið leiður á að fá ekkert að spila hjá Dallas Mavericks. Jón Arnór er spurður spjörunum úr í viðtali á heimasíðu CAI Zaragoza. Jón Arnór er leikmaður spænska liðsins sem kom á óvart og fór alla leið í undanúrslit í sterkustu deildakeppni Evrópu á síðustu leiktíð. Í viðtalinu er komið inn á þá staðreynd að Jón Arnór sé hluti af mikilli íþróttafjölskyldu þar sem bræður hans, Ólafur og Eggert, sköruðu fram úr í hinum boltaíþróttagreinunum. „Ólafur er fremsti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni ef miðað sé við árangurinn. Eggert er hins vegar besti íþróttamaðurinn, bæði ótrúlega sterkur og fljótur," segir Jón Arnór. Þá minnir hann blaðamann á systur sína, Stefaníu, sem skaraði fram úr í tennis á sínum tíma.Jón Arnór hefur spilað sem atvinnumaður í sex löndum og segist hafa gaman af því að kynnast nýrri menningu. Aðspurður um eftirminnilega staði segir Jón Arnór: „Rússland er öðruvísi. Þar spilaði ég bara körfubolta og ekki mikið að gera utan vallar. Það var kalt og sama gilti um fólkið. Hér á Spáni eru lífsgæðin mun meiri að öllu leyti. Lífið hér er yndislegt." Jón Arnór var á sínum tíma á mála hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni. „Ég var búinn að gleyma því," segir Jón Arnór og slær á létta strengi. Hann minnir á að langt sé liðið síðan en hann hafi samt skemmt sér virkilega vel. „Ég hitti fyrir frábæra leikmenn en spilaði aldrei heldur æfði bara. Ég varð mjög fljótt þreyttur á því." Jón Arnór segir lykilinn að árangri CAI Zaragoza vera hve góð liðsheildin sé. Leikmenn séu vinir en Jón Arnór ræddi þau mál við Fréttablaðið fyrr í sumar og sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins anda á atvinnumannaferlinum.Jón Arnór og félagar fagna sætum sigri á Valencia í úrslitakeppninni í vor.Mynd/TwitterJón Arnór segist fylgjast með körfubolta en leiðist þó NBA-deildin þar til komið sé fram í úrslitakeppnina. „Deildarkeppnin er leiðinleg og mjög hæg. Ég byrja ekki að horfa fyrr en í undanúrslitum og úrslitum í úrslitakeppninni." Landsliðsmaðurinn segir að markmið CAI Zaragoza séu að komast í úrslitakeppnina og standa sig vel í bikarnum. Leikirnir í Evrópukeppninni (Eurocup) verði erfiðir en liðið muni gera sitt besta. Þá er Jón spurður út í ástandið á Íslandi í kjölfar hrun bankanna haustið 2008. Margir hafi hrósað Íslandi fyrir hvernig staðið var að málum í kjölfar hrunsins. „Ég er mjög ánægður hvernig staðið var að málum. Menn í fjármálaheiminum og stjórnmálamenn hegðuðu sér eins og glæpamenn. Fólkið þurfti að taka afleiðingunum en þeir voru látnir sæta ábyrgð. Þeim varð að refsa fyrir sinn hlut," segir Jón Arnór. Hann minnir þó á að Ísland sé fámennt land og fjárhagskerfið lítið. Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson segist ánægður hvernig Íslendingar brugðust við hruni bankanna. Hann saknar ekki kuldans í Rússlandi og segist hafa orðið leiður á að fá ekkert að spila hjá Dallas Mavericks. Jón Arnór er spurður spjörunum úr í viðtali á heimasíðu CAI Zaragoza. Jón Arnór er leikmaður spænska liðsins sem kom á óvart og fór alla leið í undanúrslit í sterkustu deildakeppni Evrópu á síðustu leiktíð. Í viðtalinu er komið inn á þá staðreynd að Jón Arnór sé hluti af mikilli íþróttafjölskyldu þar sem bræður hans, Ólafur og Eggert, sköruðu fram úr í hinum boltaíþróttagreinunum. „Ólafur er fremsti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni ef miðað sé við árangurinn. Eggert er hins vegar besti íþróttamaðurinn, bæði ótrúlega sterkur og fljótur," segir Jón Arnór. Þá minnir hann blaðamann á systur sína, Stefaníu, sem skaraði fram úr í tennis á sínum tíma.Jón Arnór hefur spilað sem atvinnumaður í sex löndum og segist hafa gaman af því að kynnast nýrri menningu. Aðspurður um eftirminnilega staði segir Jón Arnór: „Rússland er öðruvísi. Þar spilaði ég bara körfubolta og ekki mikið að gera utan vallar. Það var kalt og sama gilti um fólkið. Hér á Spáni eru lífsgæðin mun meiri að öllu leyti. Lífið hér er yndislegt." Jón Arnór var á sínum tíma á mála hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni. „Ég var búinn að gleyma því," segir Jón Arnór og slær á létta strengi. Hann minnir á að langt sé liðið síðan en hann hafi samt skemmt sér virkilega vel. „Ég hitti fyrir frábæra leikmenn en spilaði aldrei heldur æfði bara. Ég varð mjög fljótt þreyttur á því." Jón Arnór segir lykilinn að árangri CAI Zaragoza vera hve góð liðsheildin sé. Leikmenn séu vinir en Jón Arnór ræddi þau mál við Fréttablaðið fyrr í sumar og sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins anda á atvinnumannaferlinum.Jón Arnór og félagar fagna sætum sigri á Valencia í úrslitakeppninni í vor.Mynd/TwitterJón Arnór segist fylgjast með körfubolta en leiðist þó NBA-deildin þar til komið sé fram í úrslitakeppnina. „Deildarkeppnin er leiðinleg og mjög hæg. Ég byrja ekki að horfa fyrr en í undanúrslitum og úrslitum í úrslitakeppninni." Landsliðsmaðurinn segir að markmið CAI Zaragoza séu að komast í úrslitakeppnina og standa sig vel í bikarnum. Leikirnir í Evrópukeppninni (Eurocup) verði erfiðir en liðið muni gera sitt besta. Þá er Jón spurður út í ástandið á Íslandi í kjölfar hrun bankanna haustið 2008. Margir hafi hrósað Íslandi fyrir hvernig staðið var að málum í kjölfar hrunsins. „Ég er mjög ánægður hvernig staðið var að málum. Menn í fjármálaheiminum og stjórnmálamenn hegðuðu sér eins og glæpamenn. Fólkið þurfti að taka afleiðingunum en þeir voru látnir sæta ábyrgð. Þeim varð að refsa fyrir sinn hlut," segir Jón Arnór. Hann minnir þó á að Ísland sé fámennt land og fjárhagskerfið lítið.
Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira