Sport

Fyrsta gullið í Moskvu sögulegt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Edna Kiplagat fagnar sigri sínum í dag.
Edna Kiplagat fagnar sigri sínum í dag. Nordicphotos/Getty
Edna Kiplagat frá Keníu varð í dag fyrsta konan til þess að verja heimsmeistaratitil í maraþonhlaupi á HM í Moskvu í frjálsum íþróttum.

Kiplagat, sem vann titilinn í Daegu í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum, kom í mark á tímanum 2:25,44. Sú keníska varð aðeins í 20. sæti á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar.

 

Hin ítalska Valeria Straneo, sem leiddi hlaupið lengst af, hafnaði í öðru sæti á 2:25,58 klukkustundum. Hin japanska Kayoko Fukushi nældi í bronsið á tímanum 2;27,45 klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×