Sport

Nýr kóngur í sleggjunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pavel Fajdek frá Póllandi varð í gær heimsmeistari í sleggjukasti er hann kastaði 81,97 metra á HM í frjálsum sem fram fer þessa dagana í Moskvu.

Besta kast ársins strax í fyrsta kasti og átti enginn af andstæðingum Pólverjans möguleika í Fajdek frá byrjun.

Ungverjinn Krisztian Pars varð annar á mótinu með kast upp á 80,30 metra og Lukas Melich frá Tékklandi hirti bronsið en kast hans var 79,36 metrar.

Krisztian Pars hafði fyrir keppnina í gær unnið 23 mót í röð í sleggjukasti og komu úrslitin því töluvert á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×