Sport

Fyrstu gullin til Tékklands og Trínidad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Jehue Gordon frá Trínidad og Tóbagó og Zuzana Hejnova frá Tékklandi eru heimsmeistarar í 400 metra grindarhlaupi karla og kvenna en þau tryggðu sér sigur í úrslitahlaupunum á HM í Moskvu í kvöld.

Jehue Gordon frá Trínidad og Tóbagó vann 400 metra grindarhlaupi eftir æsispennandi keppni við Michael Tinsley frá Bandaríkjunum. Gordon kom í mark á 47,67 sekúndum sem er besti tími ársins. Tinsley var sjónarmun á eftir á 47,790 sekúndum og Serbinn Emir Bekric fékk bronsið.

Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Jehue Gordon sem er aðeins 21 árs gamall en hann varð heimsmeistari unglinga í þessari grein fyrir þremur árum.

Zuzana Hejnova vann fyrsta gull Tékka á HM þegar hún tryggði sér sigur í 400 metra grindarhlaupi á 52,83 sekúndum. Hejnova vann öruggan sigur en þetta er besti tími ársins í greininni.

Bandaríkin fékk bæði silfur og brons í greininni en Dalilah Muhammad varð önnur á 54,09 sekúndum og Lashinda Demus þriðja á 54,27 sekúndum.

Zuzana Hejnova er 26 ára gömul og þetta er fyrsta gull hennar á stórmóti. Hún vann brons í sömu grein á Ólympíuleikunum í London fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×