Sport

Ásdís úr leik á HM | Langt frá sínu besta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir mynd afp
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Moskvu í Rússlandi.

Ásdís kastaði lengst 57.65 metra í undanúrslitunum og hafnaði hún í 21. sæti mótsins.

Ásdís á best 62,77 metra frá því í Ólympíuleikunum í London árið 2012 og því var hún yfir fimm metrum frá sínum besta. Kast upp á 60,40 metra hefði tryggt Íslendingnum sæti í úrslitum mótsins.

Illa hefur gengið hjá Ásdísi á undirbúningstímabilinu og hún virðist ekki vera toppa á réttum tíma.

Fyrsta kast Ásdísar var 57,36 metra, því næst kastaði hún 57,65 metra.

Síðasta kast hennar var það slakasta og þá kastaði hún 55,98 metra en spjótkastararnir þurftu að ná yfir 61,50 metra til að tryggja sig í úrslit en tólf lengstu köstin mynduðu samt sem áður úrslitahópinn.

Ásdís kemst því ekki í úrslit mótsins og var talsvert frá því að komast áfram.

Heimsmetið í greininni á hin tékkneska Barbora Špotáková en hún kastaði 72,28 metra á móti í Stuttgart 13. september 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×