Sport

Fékk hlaupasting en vann samt gullið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bretinn Mo Farah með dóttur sinni eftir að hann féll gullið um hálsinn.
Bretinn Mo Farah með dóttur sinni eftir að hann féll gullið um hálsinn. Mynd/AFP
Bretinn Mo Farah tryggði sér tvennu á öðru stórmótinu í röð þegar hann vann 5000 metra hlaupið á HM í frjálsum í Moskvu í gær. Hann hafði áður fagnað sigri í 10.000 metra hlaupinu og vann því báðar þessar greinar eins og á Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum.

Mo Farah varð þar með aðeins annar maðurinn í sögunni, á eftir Kenenisa Bekele, til þess að vera bæði Heims- og Ólympíumeistari á sama tíma í báðum langhlaupsgreinunum.

„Þetta er án nokkurs vafa sætasti sigurinn," sagði Mo Farah eftir hlaupið en sumir af bresku íþróttafréttamönnunum voru farnir að kalla hann besta íþróttamenn Breta frá upphafi eftir að gullið var í höfn.

Mo Farah viðurkenndi að hann hafi verið með hlaupasting síðustu átta hringi hlaupsins en honum tókst samt að tryggja sér sigurinn. Hann harkaði af sér og skrifaði sig inn í sögubækurnar.

Mo Farah er 30 ára gamall og þetta var þriðji heimsmeistaratitill hans á ferlinum. Hann vann einnig 5000 metra hlaupið á HM í Daegu 2011 en þá varð hann í öðru sæti í 10.000 metra hlaupinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×