Sport

Pistorius formlega ákærður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Oscar Pistorius með lögfræðingi sínum í réttasalnum í nótt.
Oscar Pistorius með lögfræðingi sínum í réttasalnum í nótt. Mynd / Getty Images
Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku.

Hlauparinn kom fyrir dómara í morgun þar sem honum var tilkynnt að hann yrði ákærður fyrir morðið á Reeva Steenkamp.

Atvikið átti sér stað á heimili þeirra þann 14. febrúar á þessu ári en hann hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða.

Pistorius heldur því fram að hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða og því skotið úr byssu sinni.

Steenkamp hefði átt afmæli í dag og orðið þrítug að aldri. Réttarhöldin yfir Pistorius  hefjast í mars á næsta ári.

Pistorius komst fyrst upp á sjónarsviðið á sínum tíma fyrir magnaða hlaupahæfileiki en hann er fótalaus og hleypur á gervifótum frá íslenska stoðtækjafyrirtækinu Össur hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×