Bíó og sjónvarp

Mynd Balta tekur inn milljarð á fyrsta degi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var forsýnd í New York.
Baltasar Kormákur ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var forsýnd í New York. Mynd/gettyimagesnordiphotos
Kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 guns, hefur halað inn 10 milljónum dollara síðan hún var frumsýnd seint á fimmtudagskvöld. Eru það litlar 1.184 milljónir íslenskra króna. Hún skaust því rakleiðis á topp "Box office" listans, en á hann raðast myndir eftir því hversu háum fjárhæðum þær safna í sölu aðgangsmiða. 

Þetta telst góður árangur hjá myndinni sem kostaði um 60 milljónir dollara í framleiðslu. Er þetta í samræmi við hagnað frumsýninga mynda aðalleikarans Denzel Washington og í hærri kantinum fyrir myndir með félaga hans í myndinni, Mark Wahlberg. Til samanburðar má geta þess að fyrri mynd Baltasars, Contraband, sem einnig skartaði Mark Wahlberg í aðalhlutverki, græddi 8,6 milljónir dollara sinn fyrsta sýningardag. Ítarleg úttekt er á sölutölum fyrri hluta helgarinnar á Viðskiptablaðinu Forbes.

Því er spáð að myndin muni hafa hagnast um 30 milljónir dollara þegar helgin er á enda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×