Innlent

„Tók krappa beygju, svo kom mikill hávaði og stórt svart ský“

Kristján Hjálmarsson skrifar
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir varð vitni að slysinu. Lögreglan hefur nú girt slyssvæðið af.
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir varð vitni að slysinu. Lögreglan hefur nú girt slyssvæðið af.
„Ég var ekki það nálægt þegar flugvélin fór niður en ég sá í hana yfir trén. Hún flaug í norður og var lágt á lofti. Svo tók hún krappa beygju og hvarf bak við trén. Svo kom mikill hávaði og það birtist stórt svart ský bara nánast um leið," segir Margrét Jensína Þorvaldsdóttir, sem varð vitni að flugslysinu á Akureyri.

Margrét Jensína var á gangi við Dalbraut, í um kílómeters fjarlægð frá slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×