Körfubolti

Jakob skoraði mest í fyrstu tveimur leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson í leik á móti Búlgaríu.
Jakob Örn Sigurðarson í leik á móti Búlgaríu. Mynd/KKÍ/Kristinn Geir Pálsson
Jakob Örn Sigurðarson er stigahæsti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins eftir tvo leiki í undankeppni EM 2015 en hann hefur skorað 17,0 stig að meðaltali í leikjunum við Búlgari og Rúmena.

Jakob skoraði 19 stig í fyrsta leiknum á móti Búlgaríu þar sem hann var stigahæstur og bætti síðan við 15 stigum í sigrinum á Rúmeníu þar sem hann var næststigahæstur á eftir Hauki Helga Pálssyni (24 stig).

Hlynur Bæringsson hefur gefið flestar stoðsendingar (9) í íslenska liðinu og landsliðsfyrirliðinn er líka í öðru sæti í fráköstum (13) á eftir Pavel Ermolinskij (16). Pavel hefur stolið flestum boltum í íslenska liðinu eða 5 talsins.

Jakob hefur einnig setti niður flestar þriggja stiga körfur (6) en næstir honum koma þeir Haukur Helgi Pálsson (4) og Jón Arnór Stefánsson (3).

Jón Arnór hefur skorað 11,5 stig að meðaltali í leik og er þriðji stigahæsti leikmaður liðsins á eftir þeim Jakobi og Hauki Helga Pálssyni (14,5 stig í leik).

Haukur Helgi er eini leikmaður liðsins sem hefur hitt úr helmingi skota sinna af þeim sem hafa tekið tíu skot eða fleiri í þessum tveimur leikjum. Haukur er með 50 prósent skotnýtingu en næstur kemur Hlynur Bæringsson með 42,1 prósent nýtingu.

Jón Arnór er hinsvegar sá eini í íslenska liðinu sem hefur nýtt öll vítin sín (4/4) en félagar hans í liðinu eru aðeins með 48 prósent vítanýtingu (15/31) sem verður nú að teljast frekar dapurt.

Ísland mætir Búlgaríu (Þriðjudagur 13. ágúst) og Rúmeníu (Föstudagur 16. ágúst) í síðustu tveimur leikjum sínum í riðlinum en þeir fara báðir fram í Laugardalshöllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×