Fótbolti

Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni.

Fyrirliði Blika, Finnur Orri Margeirsson, skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Segja má að miðjumaðurinn hafi svo sannarlega valið tímann til þess að skora. Fyrir leikinn hafði Finnur Orri spilaði 110 deildarleiki, 18 bikarleiki og 11 Evrópuleiki án þess að takast að opna markareikning sinn fyrir Kópavogsbúa.

Mark Finns Orra kom eftir laglega sókn Blika upp vinstri vænginn. Finnur Orri átti frábæran leik á miðjunni hjá Blikum í gær en allir leikmenn Blika komust með stakri prýði frá leiknum.

Kristján Ingi Gunnarsson og Guðjón Már Sveinsson lýstu leiknum í útvarpi þeirra Blika og voru margir sem hlýddu. Markið má sjá í spilaranum að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×