Fótbolti

"Skipti mér ekkert af fjármálunum"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FH-ingar fagna marki Björns Daníels í Kaplakrika í kvöld.
FH-ingar fagna marki Björns Daníels í Kaplakrika í kvöld. Mynd/Stefán
„Það er gríðarlega mikilvægt fótboltalega séð, ég veit ekkert um fjármálin og skipti mér ekkert af þeim," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigur á Ekranes í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

FH er komið í 3. umferð forkeppninnar og fær fyrir sigurinn 140 þúsund evrur í sinn hlut eða jafnvirði rúmlega 22 milljóna íslenskra króna.

„Við fáum fjóra leiki í viðbót og við erum með góða blöndu leikmanna sem fær dýrmæta reynslu að fá allavega sex leiki í Evrópukeppni,“ sagði Heimir.

FH mætir Austria frá Vín í 3. umferðinni. Vinni liðið sigur á Austurríkismönnum bíður liðsins umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Tap þýddi að liðið færi í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fjölmörg stórlið yrðu í hattinum hvort sem FH færi í umspil í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Tottenham og Fiorentina eru á meðal þeirra liða sem bíða í umspili Evrópudeildar og enn stærri lið yrðu í hattinum í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Ekranas 2-1

FH-ingar tryggðu sig áfram í undankeppnini í Meistaradeildinni með 2-1 sigri á FK Ekranas í kvöld og mæta Austria frá Vín í næstu umferð. Sigurinn í kvöld var verðskuldaður og gáfu FH-ingar fá færi á sér í leiknum.

Enginn FH-ingur missir af Vínarferð

Sex leikmenn FH voru áminntir í sigurleik liðsins gegn Ekranes í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þrír þeir fengu einnig spjald í fyrri leiknum í Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×