Samdráttur í sölu veldur forstjóra Coca Cola gremju Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 19:15 Slæmt veður dregur úr sölu á Coca Cola og er veðurfar ein af ástæðunum sem fyrirtækið gefur upp fyrir dræmri sölu á öðrum ársfjórðungi. Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda. Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda.
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira