Fótbolti

Risafáni á Kópavogsvelli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar hafði meðal annars milligöngu fyrir því að Blikinn Elfar Freyr Helgason gengi í raðir AEK sumarið 2011.
Arnar hafði meðal annars milligöngu fyrir því að Blikinn Elfar Freyr Helgason gengi í raðir AEK sumarið 2011.
Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hylla Arnar Grétarsson á fimmtudagskvöldið þegar Breiðablik tekur á móti Sturm Graz í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Blikar ætla að vígja stóran fána á leiknum en á fánanum er mynd af Arnari Grétarssyni yfir textanum „Kóngurinn". Arnar spilaði 154 leiki fyrir Breiðablik í deild og bikar. Hann var fyrirliði liðsins sem varð bikarmeistari sumarið 2009 en um fyrsta bikar Blika í karlaflokki var að ræða. Þá lék Arnar 71 landsleik fyrir A-landslið Íslands.

Arnar starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge í Belgíu en gegndi áður sömu stöðu hjá AEK í Grikklandi. Leikur Blika og Sturm Graz hefst á Kópavogsvelli klukkan 19.15.

Fáninn sem vígður verður annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×