Erlent

Fyrstu sumarbúðirnar eftir fjöldamorðin á Úteyju

Jens Stoltenberg ásam ungliðum norska Verkamannaflokksins.
Jens Stoltenberg ásam ungliðum norska Verkamannaflokksins. Mynd/AP
Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins heldur þessa dagana fyrstu sumarbúðir sínar frá því fjöldamorðin voru framin á Úteyju sumarið 2011.

Ákveðið var að halda ekki út í Úteyju vegna hinna hryllilegu atburða, en þess í stað koma ungmennin saman skammt frá, við strönd sama stöðuvatns.

Jens Stoltenberg forsætisráðherra ávarpaði ungmennin í dag og hrósaði þeim fyrir að láta ekki harmleikinn stöðva sig. 

Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 69 manns á Úteyju og átta manns í höfuðborginni Osló fyrir tæpum tveimur árum. Flest hinna myrtu voru ungmenni í sumarbúðum hreyfingarinnar á Úteyju.

Á síðasta ári var hætt við að efna til sumarbúða á vegum ungliðahreyfingarinnar, en þá stóðu enn yfir réttarhöldin yfir Breivik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×