Körfubolti

Ægir Þór hittir fyrir Hlyn og Jakob hjá Drekunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ægi Þór í leik með Fjölni
Ægi Þór í leik með Fjölni Mynd / VALLI
Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson mun ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons.

Leikmaðurinn gerir eins árs samning við liðið en Ægir hefur undanfarinn ár verið við nám í Newberry skólanum í Bandaríkjunum þar sem hann hefur haft tök á því að æfa sína íþrótt að krafti.

Sundsvall Dragons er að verða hálfgerð íslensk nýlenda en fyrir eru þar Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðsson og Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands, en hann er einnig þjálfari Drekanna.

Ægi Þór er uppalinn í Fjölni og var hann til að mynda valinn bestu ungi leikmaður mótsins á Íslandi árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×