Körfubolti

Gull til Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar með verðlaun sín í dag.
Stelpurnar með verðlaun sín í dag. Mynd/KKÍ
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum yngri en 15 ára vann í dag til gullverðlauna á boðsmóti í Kaupmannahöfn.

Íslensku stelpurnar unnu 51-28 sigur á Hollandi í fyrsta leik sínum en tapaði í hörkuleik gegn Dönum 52-46. Íslenska liðið tók svo úrvalslið frá Berlín í gegn í þriðja leiknum 75-34.

Ísland mætti því Danmörku á nýjan leik í úrslitaleik þar sem okkar stúlkur höfðu betur. Framlengja þurfti leikinn en staðan var 43-43 að loknum venjulegum leiktíma. Þær íslensku höfðu betur í framlenginunni og unnu sjö stiga sigur 57-50. Þetta er í fyrsta skipti sem stúlknalandsliðið stendur uppi sem sigurvegari á mótinu.

Björk Gunnarsdóttir var valin í úrvalslið mótsins. Þá fór Sylvía Rún Hálfdánardóttir á kostum með íslenska liðinu en hún var stigahæst í öllum leikjum þess.

Liðið var þannig skipað:

Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík

Dýrfinna Arnardóttir, Haukum

Elfa Falsdóttir, Keflavík

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Breiðablik

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík

Inga Rún Svansdóttir, Haukum

Linda Þórdís Róbertsdóttir, Tindastól

Svanhvít Ósk Snorradóttir, Keflavík

Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Haukum

Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík

Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll

Gunnhildur Bára Atladóttir, KR

Þuríður Birna Björnsdóttir, Njarðvík, var valinn í liðið á sínum tíma en varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Þjálfari er Finnur Jónsson og aðstoðarþjálfari er Stefanía Bonnie Lúðvíksdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×