Annar kínverskur olíurisi í viðræðum um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2013 18:45 Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00