Annar kínverskur olíurisi í viðræðum um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2013 18:45 Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00