Körfubolti

Jordan komst ekki í úrvalsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karl Malone og Michael Jordan.
Karl Malone og Michael Jordan. Nordicphotos/AFP

Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli.

Karl Malone, sem er næststigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar, ræddi málin í spjallþætti Dan Patrick á mánudaginn. Hann valdi ekki sjálfan sig í liðið Sem er virðingarvert en fleiri misstu af sæti í liðinu.

Stigahæsti leikmaður allra tíma í NBA, Kareem Abdul-Jabbar, komst ekki í liðið og sömu sögu er að segja um þann sem situr í fimmta sæti, Kobe Bryant.

Mesta athygli vakti hins vegar fjarvera Michael Jordan. Flestir hefðu líkast til valið Jordan fyrstan í lið sitt en hann komst ekki í liðið hjá Malone. Í stað hans valdi Malone liðsfélaga Jordan, Scottie Pippen.

Ástæðuna sagði Malone vera þá að Pippen hefði verið með bestu tölfræðina í öllum þeim þáttum þar sem Jordan lagði ekkert til málanna. Jordan fór fyrir liði Chicaco Bulls sem vann til sex meistaratitla en það var ekki nóg fyrir Malone.

„Ertu skotinn í Scottie Pippen," spurði Patrick á léttu nótunum. Malone neitaði því en viðurkenndi að vera aðdáandi LeBron James.

Úrvalslið Malone

John Stockton

Oscar Robertson

Scottie Pippen

LeBron James

Wilt Chamberlain

Styttur af Karl Malone og John Stockton fyrir utan körfuboltahöllina í Salt Lake City í Utah.Nordicphotos/AFP

Tengdar fréttir

Malone tekur við þjálfarastarfi hjá Utah

Stuðningsmenn Utah Jazz glöddust þegar félagið tilkynnti að einn besti leikmaður í sögu félagsins, Karl Malone, hefði samþykkt að taka við þjálfarastöðu hjá félaginu.

Óttast ekki að fara úr fötunum með samkynhneigðum

NBA-goðsögnin Karl Malone, fyrrum leikmaður Jazz og Lakers, hrósar Jason Collins í hástert í dag. Collins er fyrsti virki leikmaðurinn í einum af stóru íþróttunum í Bandaríkjunum sem kemur út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×