Körfubolti

Ég væri miklu frekar til í að vera flengd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir
Sara Rún Hinriksdóttir Mynd/Daníel

Hallveig Jónsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru vígðar í íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik í Lúxemborg í dag.

Vígsluathöfnin fór fram í matsal íþróttafólksins á Smáþjóðaleikunum og fólst í því að hinar fjórar fræknu dönsuðu allsérstakan dans fyrir nærstadda. Dansinn var frumsaminn og voru stelpurnar samstilltar í klæðavali sínu.

Í viðtali við Adolf Inga Erlingsson, íþróttafréttamann á Rúv, voru stelpurnar nokkuð brattar og sögðu uppátækið hafa verið lítið mál. Þegar Adolf benti þeim á að rassskellingar væru algeng vígsluathöfn í handboltalandsliðunum sagði Sara Rún:

„Ég væri miklu frekar til í að vera flengd."

Keflvíkingurinn uppskar mikinn hlátur hjá félögum sínum og Adolf Ingi spurði í gamni hvort það væri einhver sjálfboðaliði til í að taka verkið að sér.

Uppátækið má sjá á vef Rúv.

Íslensku stelpurnar mæta liði Kýpur á leikunum í dag. Hægt er að fylgjast með beinni tölfræðilýsingu frá leiknum hér.


Tengdar fréttir

Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af

Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Foreldrar rassskellta piltsins beðnir afsökunar

Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu

Rassskellingar hafa tíðkast lengi

Nýliðar í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hafa um árabil verið boðnir velkomnir með flengingu að loknum þeirra fyrsta leik með liðinu. Hefðin er einnig fyrir hendi í meistaraflokkum íslenskra félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×