Körfubolti

Leikið um gull gegn Lúxemborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lagði Kýpur að velli 70-49 í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.

Helena Sverrisdóttir skoraði 16 stig auk þes að taka 12 fráköst og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig. María Ben Erlingsdóttir skoraði 14 stig og tók 7 fráköst.

„Það sem vann þennan leik var liðsheildin. Við erum með mjög gott lið og það er sama hver kemur inn á það eru allar með. Við vorum ragar að taka skotin í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fóru skotin að detta. Í framhaldi af því urðum við mun ákveðnari í sókninni," sagði Gunnhildur í leikslok.

Glæsilegur landsliðshópur Íslands í Lúxemborg.Mynd/KKÍ

„Vörnin var góð en við misstum hausinn nokkrum sinnum og þá komumst þær inni leikinn með auðveldum körfum. En við höfðum trú á því sem við vorum að gera og kláruðum leikinn," bætti Gunnhildur við.

Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína líkt og heimakonur í Lúxemborg. Liðin mætast í úrslitaleik um gullið á morgun klukkan tólf að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Flottur sigur á Möltu

Kvennalandsliðið í körfubolta vann Möltu 77-59 í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×