Fótbolti

Rizzoli dæmir úrslitaleikinn á Wembley

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP

Það kemur í hlut Ítalans Nicola Rizzoli að sjá til þess að allt fari sómasamlega fram þegar Bayern München og Borussia Dortmund leiða saman hesta sína í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley á laugardaginn.

Leikurinn verður sá fimmti sem Rizzoli dæmir í keppninni en hann var síðast í aðalhlutverki þegar Malaga lagði Porto 2-0 í 16-liða úrslitum keppninnar í mars.

Dómarinn 41 árs hefur verið alþjóðadómari frá 2007 og dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar milli Atletico Madrid og Fulham árið 2010. Þá var hann meðal dómara á Evrópukeppni landsliða í Póllandi og Úkraínu síðastliðið sumar.

Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 18.45. Guðmundur Benediktsson mun lýsa leiknum beint frá Wembley í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×