Maldonado: Chilton er hættulegur Birgir Þór Harðarson skrifar 26. maí 2013 19:00 Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Maldonado er hins vegar ekki ánægður með framgöngu Max Chilton, hjá Marussia, í dag enda var það Chilton sem ók utan í Williams-bílinn með þeim afleiðingum að Maldonado var í stórhættu og varð að hætta keppni. Williams-bíllinn flaug hreinlega í loft upp áður en hann skall í vegriðinu í utanverðri Tabac-beygjunni niðri við höfnina í Mónakó. "Þetta var skerí," sagði Maldonado. "Ég bjóst ekki við því að Chilton myndi aka í veg fyrir mig. Það var mjög, mjög hættulegt í hraðri beygju í brautinni." Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir dómarana að kanna rækilega hvernig hann hegðaði sér í brautinni. Maldonado staðfesti svo að hann væri í lagi. "Ég er í lagi og mér líður vel." Maldonado klifraði sjálfur upp úr bílnum í dag. Vélvirkjarnir eiga nokkuð verk fyrir höndum. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado slapp með skrekkinn þegar hann gat gengið frá hörðum árekstri við vegriðið í Mónakó dag. Í kjölfar slyssins var mótið stöðvað tímabundið á meðan hægt var að gera við öryggisveggi. Maldonado er hins vegar ekki ánægður með framgöngu Max Chilton, hjá Marussia, í dag enda var það Chilton sem ók utan í Williams-bílinn með þeim afleiðingum að Maldonado var í stórhættu og varð að hætta keppni. Williams-bíllinn flaug hreinlega í loft upp áður en hann skall í vegriðinu í utanverðri Tabac-beygjunni niðri við höfnina í Mónakó. "Þetta var skerí," sagði Maldonado. "Ég bjóst ekki við því að Chilton myndi aka í veg fyrir mig. Það var mjög, mjög hættulegt í hraðri beygju í brautinni." Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir dómarana að kanna rækilega hvernig hann hegðaði sér í brautinni. Maldonado staðfesti svo að hann væri í lagi. "Ég er í lagi og mér líður vel." Maldonado klifraði sjálfur upp úr bílnum í dag. Vélvirkjarnir eiga nokkuð verk fyrir höndum.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira