Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2013 13:20 Mynd/Nordic Photos/Getty Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti